Flýtilyklar
Alþjóðadagur til samstöðu Palestínubúum - Opinn fundur með Dr. Mustafa Barghouthi
Á morgun, fimmtudaginn 29. nóvember, er alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna til samstöðu Palestínubúum. Þennan sama dag árið 1947 var ályktun um skiptingu Palestínu, í land gyðinga annars vegar og land Palestínuaraba hins vegar, samþykkt. Jafnframt er á morgun eitt ár liðið síðan Ísland var fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki.
Í tilefni dagsins verður opinn fundur með Dr. Mustafa Barghouthi klukkan 17:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands, en Dr. Barghouthi hefur lengi verið í fararbroddi talsmanna fyrir mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Meira um fundinn má sjá hér.
Einnig verður félagið Ísland-Palestína með hátíðardagskrá í Hótel Borg um kvöldið, en félagið fagnar jafnframt 25. ára afmæli sínu þennan dag. Hér má sjá dagskrá kvöldsins.