Flýtilyklar
Alþjóðadagur farandfólks
Haldið er upp á alþjóðadag farandfólks 18. desember ár hvert. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðasamning um vernd réttinda allra farandverkamanna og fjölskyldna þeirra þennan dag árið 1990. Dagurinn er haldinn til að vekja athygli á mannréttindum farandfólks, leggja frelsi þeirra til grundvallar og ræða hugmyndir og ráðstafanir til að tryggja vernd þeirra.
Samninginn má lesa í heild sinni hér og ýtarlegri upplýsingar um daginn má finna hér.