Flýtilyklar
70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna
Í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna standa samræðuvettvangur um mannréttindi og stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi að hátíðarfundi í Veröld - húsi Vigdísar, mánudaginn 10. desember frá kl. 09:00 - 11:00. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra MRSÍ, mun taka þátt í pallborðsumræðum um stöðu mannréttinda á Íslandi og á alþjóðavettvangi.
Mannréttindayfirlýsingin hefur verið og er enn mikilvægt tæki í baráttunni fyrir mannréttindum en hún er undistaða helstu alþjóðasamninga um mannréttindi. Lögin nægja þó ekki ein og sér. Til þess að sækja rétt sinn og virða rétt annarra er mikilvægt að fólk viti hvað felst í mannréttindum en þekking á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar er forsenda réttláts samfélags.
Komdu og taktu þátt í umræðunni með okkur! Mannréttindayfirlýsingin tilheyrir okkur öllum og það er mikilvægt að standa vörð um þann áfanga sem náðst hefur og styrkja og halda áfram að stuðla enn frekar að virðingu fyrir mannréttindum.
Hér má finna frekari upplýsingar um viðburðinn sem og dagskrá hans.
Við hvetjum sem flesta til að mæta!