Flýtilyklar
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi - Ljósaganga UN Women á Íslandi og fleira
16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi er alþjóðlegt átak sem hefst 25. nóvember á ári hverju, á á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Í átakinu í ár er lögð áhersla á kvennamorð (e. femicide), sem eru hrottalegasta og grófasta birtingarmynd ofbeldis gegn konum og stúlkum og bein afleiðing kynjamismununar, kynbundins ofbeldis og úreltra hugmynda um kynjahlutverk. Algengustu dæmi kvennamorða í vestrænum samfélögum eru morð í nánum samböndum. Í fyrra voru að minnsta kosti 51.100 konur myrtar af maka eða nákomnum ættingja, ein kona á tíu mínútna fresti. Yfirskrift átaksins í ár er því „Every 10 Minutes, a woman is killed. #NoExcuse. UNiTE to End Violence against Women.“
Átakinu verður ýtt úr vör með Ljósagöngu UN Women sem fer fram á mánudaginn 25. nóvember kl. 17:00 - sjá facebook viðburð fyrir Ljósagönguna 2024.
Einnig viljum við vekja athygli á málþinginu "Hver grípur þig? Frí þjónusta á Norðurlandi" sem fer fram í Háskólanum á Akureyri frá 12:00-16:00 sama dag, 25. nóvember. Hér er hlekkur á viðburðinn.
Þá verða birtar 16 greinar á Vísi, ein á hverjum degi átaksins, sem fjalla um kynbundið ofbeldi og áhrif þess á konur, kvár og samfélagið allt.
Frekari upplýsingar um 16 daga átakið má finna hér.