Flýtilyklar
144. löggjafarþing 2014 - 2015
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar (aldurstengd örorkuuppbót)
06.01.2015
MRSÍ styður frumvarpið og telur að það sé réttlætismál að löggjöfin sé þannig úr garði gerð að einstaklingur missi ekki réttindi eingöngu við það að verða ári eldri. Lítið breytist í lífi einstaklinga á þessum tímamótum og mikilvægt er að lögin viðurkenni að einstaklingur sem áður hefur uppfyllt skilyrði almannatryggingalaga til þess að fá greidda aldurstengda örorkuuppbót, aðstæður hans breytast ekki á einni nóttu, þ.e.a.s. á 67 ára afmæli sínu, og því er óeðlilegt að réttindi hans skerðist einungis af þeirri ástæðu.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatryggingar
06.01.2015
Með frumvarpinu er einkum stefnt að því að einfalda löggjöf um almannatryggingakerfið hér á landi. Með því að skilja ákvæði um slysatryggingar frá og setja þau í sérlög er komið til móts við meginregluna um skýrleika laga og aðgengi almennings að upplýsingum um réttindi og skyldur
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um slysatryggingar almannatryggingar
06.01.2015
Með frumvarpinu er einkum stefnt að því að einfalda löggjöf um almannatryggingakerfið hér á landi. Með því að skilja ákvæði um slysatryggingar frá og setja þau í sérlög er komið til móts við meginregluna um skýrleika laga og aðgengi almennings að upplýsingum um réttindi og skyldur
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um gerð framkvæmdaráætlunar til langs tíma um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins
21.11.2014
MRSÍ fagnar frumvarpinu og telur það ætíð af hinu góða að ríkið geri ráðstafanir til þess að vinna betur að ákveðnum málaflokkum og auka skilvirkni stjórnvalda. Ljóst er að staða mála í heilbrigðiskerfinu mætti vera mun betri og því ærin ástæða til þess að marka skýra áætlun um framtíðarsýn.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra
21.11.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreind þingsályktunartillaga til umsagnar. Markmið tillögunnar er að vinna að bættu geðheilbrigði barna og unglinga og þar með að bættu geðheilbrigði landsmanna til framtíðar
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008 (flóttamenn)
21.11.2014
MRSÍ fagnar frumvarpinu og telur að það feli í sér mikla réttarbót fyrir þá einstaklinga sem undir það falla.
MRSÍ vill hins vegar koma því á framfæri að hingað til hefur það verið algengara að einstaklingum, sem sótt hafa um hæli á Íslandi, hafi verið veitt dvalarleyfi af mannúðaraðstæðum, sbr. 12. gr. f laga um útlendinga nr. 96/2002, frekar en að þeir teljist falla undir skilgreiningu á flóttamanni samkvæmt Flóttamannasáttmála Sþ og ákvæðum laga um útlendinga
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um úrskurðarnefnd velferðarmála
21.11.2014
MRSÍ telur það ætíð af hinu góða að ríkið geri ráðstafanir til þess að vinna betur að ákveðnum málaflokkum og auka skilvirkni stjórnvalda en bendir þó á að það er mikilvægt við hagræðingu og endurskipulagningu að ljóst sé að hún verði raunverulega til þess að bæta ástand mála.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu
21.11.2014
MRSÍ fagnar frumvarpinu og telur það ætíð af hinu góða að ríkið geri ráðstafanir til þess að vinna betur að ákveðnum málaflokkum og auka skilvirkni stjórnvalda og telur skrifstofan þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu geta stuðlað að aukinni hagræðingu og skilvirkni í þjónustu við fatlað fólk. Vel hefur verið staðið að vinnu við sameininguna og samráð haft við helstu hagsmunaaðila.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um þriggja ára áætlun um eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu
13.10.2014
MRSÍ fagnar tillögunni og telur það ætíð af hinu góða að ríkið setji sér ákveðnar stefnur til þess að vinna betur að ákveðnum málaflokkum. Það er þó mikilvægt að slíkar stefnur séu kynntar vel bæði þeim sem koma til með að vinna að málefnum þeim tengdum sem og almenningi öllum.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, lögum um vörugjald og lögum um tekjuskatt
13.10.2014
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) hefur ákveðið að taka ofangreint frumvarp til umsagnar. Frumvarpið inniheldur tillögur að breytingum á lögum um virðisaukaskatt, lögum um vörugjald og lögum um tekjuskatt.
Lesa meira