139. löggjafarþing 2010 - 2011

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um þingsályktunartillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreind þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að gerð verði sérstök og óháð rannsókn á einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands og tengdum málum. Með rannsókninni verði leitast við að svara nánar greindum spurningum og fleiri sem kunna að koma upp við rannsóknina.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um þingsályktunartillögu um rannsókn á embættisfærslum og ákvörðunum íslenskra stjórnvalda og samskiptum þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum Landsbanka Íslands hf. á Evrópska efnahagss

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreind þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsaka skuli embættisfærslur og ákvarðanir íslenskra stjórnvalda og samskipti þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum Landsbanka Íslands hf. á Evrópska efnahagssvæðinu.
Lesa meira

UMSÖGN MRSÍ UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTINGU Á ALMENNUM HEGNINGARLÖGUM (kynferðisbrot)

Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á ákvæði 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem fjallar um nauðgun. Núgildandi ákvæði hljóðar svo: „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16