Flýtilyklar
138. löggjafarþing 2009 - 2010
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um notendastýrða persónulega aðstoð við fólk með fötlun
15.08.2014
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar framangreind tillaga til þingsályktunar um notendastýrða persónulega aðstoð við fólk með fötlun. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að félags- og tryggingamálaráðherra komi á fót slíkri aðstoð við fatlað fólk á Íslandi með það að „markmiði að fatlað fólk geti almennt notið sjálfstæðis í lífi sínu til jafns við ófatlað fólk“. Einnig er því komið á framfæri að „ráðherra leggi fram tillögu að útfærslu á þjónustunni ásamt frumvarpi til nauðsynlegra lagabreytinga á haustþingi 2010“.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um fjölmiðla
14.08.2014
Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ein heildstæð löggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Hugmyndin með frumvarpinu er að samræma og sameina þær reglur sem í gildi eru annars vegar um hljóð- og myndmiðla, sbr. útvarpslög nr. 53/2000, með síðari breytingum, og hins vegar um prentmiðla, sbr. lög um prentrétt nr. 57/1956, með síðari breytingum. Í markmiðsyfirlýsingu 1. gr. kemur fram að lögin eigi að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um breyting á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof
14.08.2014
Efni frumvarpsins tekur til réttar einstæðra mæðra sem ala barn sem getið er við tæknifrjóvgun og einhleypra sem ættleitt hafa barn eða tekið barn í varanlegt fóstur, til 9 mánaða fæðingarorlofs og fæðingarstyrks. Frumvarpið tekur ekki til tilvika þar sem barnið nýtur aðeins samvista við annað foreldra sinna á fyrstu 18 mánuðum lífs síns þó lagalega séu tveir foreldrar til staðar. Hins vegar er því beint til félagsmálanefndar Alþingis að nefndin taki þá hlið mála sérstaklega til athugunar í framhaldinu, því skoða þurfi hvernig væri unnt að taka á slíkum undantekningartilfellum svo ætíð sé tryggður óskoraður réttur allra barna til samveru við báða foreldra sína, þ.e. þeirra barna sem lagalega eiga tvo foreldra, sem og réttur allra barna til alls níu mánaða samveru við foreldri á fyrstu 18 mánuðum lífsins.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um réttarbætur fyrir transfólk
14.08.2014
Mannréttindaskrifstofan hefur um nokkurt skeið látið sig varða réttindi transfólks og fagnar þar af leiðandi þingsályktunartillögunni um að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu þessa hóps. Skrifstofan tekur undir þau sjónarmið að nefndin kanni lagalega og félagslega stöðu transfólks á Íslandi og geri tillögur um úrbætur og nauðsynlegar aðgerðir til að útrýma hvers kyns misrétti gagnvart transfólki og að hún tryggi full mannréttindi þess.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breyting á lögum um dómstóla, nr. 15/1998, (skipun dómara)
14.08.2014
Með frumvarpinu er lagt til að settar verði nýjar reglur um skipun dómara við Hæstarétt og héraðsdóm en málsmeðferð við skipan dómara á Íslandi hefur m.a. verið gagnrýnd af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum á sviði mannréttinda. Í skýrslu sinni um Ísland árið 2005 gagnrýndi Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins málsmeðferð við skipun dómara og áréttaði mikilvægi þess að dómstólar séu sjálfstæðir og óhlutdrægir í störfum sínum.
Lesa meira
UMSÖGN MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS UM FRUMVARP TIL LAGA UM BREYTINGU Á ALMENNUM HEGNINGARLÖGUM, NR. 19 FRÁ 12. FEBRÚAR 1940, (KYNFERÐISBROT)
14.08.2014
Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á ákvæði 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem fjallar um nauðgun. Núgildandi ákvæði hljóðar svo: „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um eftirlit með þjónustu og hlutum sem hafa hernaðarlega þýðingu
14.08.2014
Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að nauðsynlegt sé að takmarka dreifingu hefðbundinna vopna, gjöreyðingarvopna og hættulegra hluta til ákveðinna staða, hópa eða einstaklinga til þess að forðast að þau nýtist til hryðjuverka eða annarrar ólögmætrar starfsemi.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (upptaka, hryðjuverk, skipulögð brotastarfsemi, mansal og peningaþvætti)
14.08.2014
Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um hryðjuverk, peningaþvætti og mansal. Þá er lagt til að lögfestur verði nýr heildstæður kafli um upptöku auk þess sem lögfest verði nýtt ákvæði um skipulagða brotastarfsemi. Í athugasemdum við frumvarpið segir að með frumvarpinu sé með heildstæðum hætti leitast við að endurskoða gildandi ákvæði almennra hegningarlaga um framangreind efnisatriði með það í huga að fært sé í fyrsta lagi að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi (Palermó-samning) frá 15. nóvember 2000 og bókun við þann samning frá sama tíma um að koma í veg fyrir, berjast gegn og refsa fyrir verslun með fólk, einkum konur og börn, og í öðru lagi að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hægt sé að fullgilda Evrópuráðssamning um aðgerðir gegn mansali frá 3. maí 2005.
Lesa meira