Flýtilyklar
Málþing um margbreytileika samfélagsins
Mismunun og samspil mismununarástæðna á vinnumarkaði
Fimmtudaginn 20. febrúar n.k. kl. 13 - 15.30 munu Mannréttindaskrifstofa Íslands, Jafnréttisstofa og Fjölmenningarsetur, styrkt af Progress áætlun Evrópusambandsins, standa fyrir málþingi um uppruna og mismunun. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar Jafnréttisstofu um mismunun á vinnumarkaði og rannsóknar Fjölmennignarseturs um Uppruna og fjölþætta mismunun.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Dagskrá
13.00 „Innleiðing mismununartilskipana Evrópusambandsins – mikilvæg réttarbót“
Dr. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands
13:30 Uppruni og margþætt mismunun.
Rúnar Helgi Haraldsson, mannfræðingur, kynnir fyrstu niðurstöður rannsóknar Fjölmenningarseturs
14:10 „Ekki benda á mig...“ - Um mismunun á íslenskum vinnumarkaði.
Dr. Marta Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA).
14:50 Umræður
Sjá auglýsingu hér.