Auglýsingaherferð mannréttindaskrifstofu gegn mismunun

Þessa dagana stendur yfir auglýsingaherferð skrifstofunnar gegn mismunun. Í ár bættum við við svokölluðum vefborðum sem eru auglýsingar sem að birtast á netmiðlum ásamt því að vera með auglýsingar í útvarpi.

Hér að neðan eru slóðir á vefborðana við munum sjá hvort hægt verður að setja inn útvarpsauglýsingarnar hér á síðuna síðar.


Ég er enginn rasisti en...

Nú er ég jafnréttissinni en..


Nú er ég auðvitað fylgjandi trúfrelsi en...

Auðvitað eigum við að taka vel á móti útlendingum en...

Ég þekki fullt af samkynhneigðu fólki en...

Ég ber mikla virðingu fyrir eldra fólki en....


Auðvitað eiga fatlaðir að njóta sömu tækifæra og aðrir en...


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16